Samfélög manna

geta auðveldlega breyst til hins betra, þannig að fólk hætti þeim ósið að hatast útí hvort annað og fari að hjálpa hvort öðru án tilliti til þjóðfélagsstöðu eða ástands.

Að frelsarinn komi aftur getur einfaldlega merkt þetta; að mannkynið þroskist andlega og komist á æðra stig, allt verði betra.

Þetta er allavegana draumur sem sumir hafa og líklega fleiri en við áttum okkur á. Til eru manneskjur sem áttu sér drauma um betri heim og náðu að framkvæma eitthvað af sínum hugsjónum mannkyninu til heilla og alltof lítið er fjallað um. Það mætti fjalla mikið meira um þessar manneskjur og brautryðjendum í átt að betri heimi.

Það er heimska að vera stöðugt að skrifa fréttir, gera sjónvarpsefni, bækur og svo framvegis um það sem elítur þessa heims eru áð fást við, þetta er líka leiðinlegt er orðið þreytt allt saman.

Meiri séa blogg síður og jaðarmiðlar sem eiga að bjóða uppá eitthvað betra eða gefa sig út fyrir það falla allir í sömu gryfju og fjalla nær eingöngu um það sem elítan er að gera hverju sinni, með engum árangri. Það sem maður veitir athygli vex og dafnar, og ef maður horfir of lengi á monsterið breytist maður í slíkt.

Allt þetta er hrópandi mótsögn. Elítan skiptir engu máli, hennar tími er liðinn. Það er mikill munur á jákvæðri gagnrýni og neikvæðu niðurrifi. Við erum að horfa uppá algjörlega nýja heimsmenningu, þar sem mannkynið mun þroskast upp úr þessari löngu þreyttu skurðgoðadýrkun sem hefur þjakað það alltof lengi og er í raun algjör óþarfi.

Allar manneskjur eiga að fá að lifa lífi sínu í friði, það kemur engum við hvernig manneskjan lifir sínu lífi og manneskjan er góð í eðli sínu.

Þú þarft enga elítu eða eitthvað sem gengur milli þín og hins æðra og af hverju ætti elítan að líka að vilja vera í þessu hlutverki, að þramma svona á milli í algjörri firringu trúandi á eitt hverjar glansmyndir sem skipta engu máli.

Hún einnig samanstendur bara af venjulegu fólki sem auðveldlega getur lifað bara eðlilegu lífi í sátt og samlyndi við aðrar manneskjur og í samhljómi við allt hitt sem er, sjúkleg hegðun að telja sig yfir aðra hafinn, þetta er allt hrokafullt, yfirborðslegt og tilgangslaust.

Jæja, ég er feginn, mér er farið að líða mikið betur. Ég er farinn að koma betur auga á einfaldleikann í þessu. Auðvitað tjáir maður sig um þann heim sem maður lifir í einsog hver annar. Svo velur fólk bara þær hugmyndir sem henta því hverju sinni.

Maður getur ekki gert betur en að tjá sig um það sem manni finnst hverju sinni, en þá er maður líka sáttari með sjálfan sig ef maður nær því.

Ég mæli með þessari aðferð sem þerapíu, að sigrast á einmannaleikanum, algjör óþarfi að klikkast heima í sófanum eða undir rúmi.

Og þó að maður trúi því og álíti sem svo að álit annara skipti engu máli, að þá er það aðeins þeóría, maður þarf að praktísera þetta allt til að ná að skilja þetta betur.

Ég biðst velvirðingar á því að vera helsti óvæginn til að byrja með en það verður samt að skiljast í samhengi við illa meðferð.

Maður vitnar um það sem maður veit og leiðréttir sig svo þegar maður veit betur einsog einhver segir, jájá það eru mikil heilræði og vitur.

Og svo finnst mér þeir sem vita minnst um hlutina tjá sig hvað mest og mest um þá fjallað af þeim sem telja sig vitra. Þetta er bara hlægilegt.

Frændi minn einn er einn vitrasti maður á landinu og sér í gegnum allar þær rangfærslur og blekkingar sem að okkur er haldið, flestar kannski. Og ég sem hélt að þessi íþrótt væri bara til í netheimum, hjá fólki sem segist vera annt um menningu, neinei fjarri góðu gamni. Og ég sem hélt að ég væri einn klókasti hér á eyju, sá í gegnum hvaðeina og jafnvel það sem var að koma.

Ég var kolvitlaus og vissi hvorki upp né niður. Ég þurfti auðvitað að vinna í sjálfum mér áður en ég fór að hugsa eitthvað um þennan heim sem við lifum og hrærumst í, en ég vissi ekki betur. Ég hélt að sálfræði og sjálfs-vinna væri bara kjaftæði, ég held að ég hafi lokað algjörlega á þetta á sínum tíma eftir mjög slæma meðferð í heilbrigðiskerfinu. En svona fara þessir andskotar að, þeir ræna manni öllum möguleika á lækningu ef maður vill ekki gerast batterí fyrir þá. Svo þetta er ekki bara mér að kenna, þetta er líka ykkur að kenna að leyfa þessu ömurlega kerfi að viðgangast.

En auðvitað þarf maður að byrja á sjálfum sér; maður á að elska sjálfan sig mest og bera virðingu fyrir sjálfum sér, maður er jú maður sjálfur hehehehe. Ekki er einusinni víst að neitt annað sé til, allt bara eitthvern blekkingarleikur.

Einn mjög góður punktur sem frændi minn kom með og ég áttaði mig ekki á og féll jafnvel í þessa gryfju, eða réttara sagt, ég bjó í þessari gryfju. Lá á leyni í skotgröfinni í eitthverjum fáránlegum hernaði sem hafði enga meiningu eða merkingu í heimi sem er löngu hættur að vera til.

Allt sem gerist í fjölmiðlum snýst um að fá fólk útí egóisma; markmiðið er alltaf að tvístra mannkyninu og gera mannfólki ókleyft að vinna saman.

Þetta er algjör vitleysa og algjör mistök að gleypa við öllum þessum rangfærslum og misskilningi.

Mannkynið er ein heild og þarf að taka sinnaskiptum til að ná að sigrast á þeim erfiðleikum og þjáningu sem það óvart hefur komist í, allt þetta böl og vitleysa er ekkert endilega því að kenna. Þetta eru púkar, djöflar og dísir annars heims sem hafa nú heltekið og hafa það að markmiði að loka hjartastöðinni hjá mannfólki og andlega svæfa það til þess að getað rænt orkunni úr því og notað það sem batterí. Aðferðin er alltaf að fá fólk útí neikvætt hugarfar; þær nærast á neikvæðni.

Þetta allt, þetta þarf ekkert að vera eitthvað neikvætt eða leiðinlegt, þetta getur verið áskorun fyrir mannkynið að komast á æðra stig, standa saman gegn þessum örgu djöflum.

Það er munur á samræðu og díalóg einsog þegar hefur verið greint. Samræðan er göfug í eðli sínu og hefur alltaf eitthvað jákvætt og uppbyggilegt í för með sér. Þar sem báðir aðilar bera virðingu fyrir hvor öðrum, koma fram með sínar skoðanir og hugmyndir og bera saman bækur sínar, læra eitthvað af hvor öðrum. Fara jafnvel að sjá í gegnum eigin mistök og klaufaskap – samræður geta þroskað manninn og gert hann betri, eitthvað nýtt verður til úr samsuðu ólíkra sjónarmiða. Þetta er hin náttúrulega aðferð og getur hjálpað mannfólkinu uppá við til æðri heima.

Þessi aðferð er algjörlega gjörólík þeirri sem elítan reynir stöðugt að fá okkur útí. Díalógurinn er hennar helsta vopn og var hannaður til þess að tvístra alþýðunni upp í frumeindir og fá alla til að rífast um ekki neitt útaf ekki neinu og í engum tilgangi, þannig missir alþýðan tenginguna við náttúruna, einstaklingurinn við sjálfan sig, náungann og öll heildarsýn glatast. Á meðan er sköpunarmætti mannkyns rænt og færður djöflum, arkonum og allskonar verum annars heims með milligöngu elítna þessa heims sem eru ekki lengur mennskar.

Hún gegnumsýrir alla fjölmiðla, afþreyingarefni, jaðarmiðla, bækur og menntastofnanir. Útí samfélaginu endurómar hún svo og yfirgnæfir og kæfir allt annað.

Aðferðin á upptök sín í menntastofnunum landsins þar sem allt kapp er lagt á að ráðast á einstaklinginn og hugmyndir eldir hugsuða með meiðandi og niðrandi hætti.

Þetta er algjör fásinna og vitleysa og hefur ekkert uppá sig, það eina sem þetta gerir er að einstaklingurinn verður hrokafyllri og heimskari og á erfiðara með að læra eitthvað nítt, hann einangrast frá heimi veruleikans, lifir í eigin draumaheimi og veit hvorki í þennan heim né annan en heldur að hann viti allt.

Hið einfalda og heilnæma fer algjörlega fram hjá fólki og menn missa sjónar á því sem skiptir máli. Enginn maður er alvondur og enginn algóður, sitthvað er hægt að læra af öllum mannverum sem lifað hafa hér á jörðinni, að læra af mistökum og því sem vel er gert. Eitthvað er heilagt við einstaklinginn og vilja hans, þó menn séu mis-þroskaðir.

Allir hafa eitthvað að segja og allir skipta máli, enginn er öðrum fremri og öll „menntun“ samtímans aðeins skýjaborgir sem skipta engu máli.

Aðeins kerfi til að ræna manninn innsæinu og orkunni. Öll kerfi eru þannig, þau ræna mannfólkinu öllu því sem skiptir máli.

Við erum að sjá nýjan og betri heim, þar sem fólk er algjörlega komið með ógeð á öllu því ógeði og ofbeldi sem hefur verið í gangi.

Hver einstaklingur á að fá að lifa sínu lífi í friði, það kemur engum við hvað manneskjan gerir við líf sitt.

Öll þessi kerfi, allar þessar stofnanir og öll þessi ríki sem þvinga manninn til þess að gera eitthvað sem hann vill ekki gera. Allt þetta er algjört kjaftæði, algjör þvæla og óendanlega mikil heimska.

Það er ekkert lögmæti á bak við neitt af þessu lengur, fólk er löngu farið að sjá í gegnum þetta og þann skaða sem þetta hefur í för með sér.

Lýgin er hætt að virka, en sendiboðar lyginnar gefast aldrei upp og reyna allt til að lokka fólk aftur í lýgina, að allt sé í himna lagi og það þurfi bara að laga aðeins til hér og þar, gera hlutina aðeins öðruvísi, þeir ljúga að fólki að það hafi bæði dómgreind og góðvilja. Þeir spila á egóið og sjálfselskuna, veikleika mannsins.

Þetta er aðeins enn önnur lygin og mun ekki breyta neinu. Og þessi íhaldssemi sem sumir eru að berjast fyrir og margir á þessari síðu mun ekki koma aftur, sem eru góðar fréttir því hún var öll byggð á sjálfumgleði og mannfyrirlitningu.

Aðferðin snýst um að ræna athygli fólks frá hinu heilnæma og uppbyggilega með því að spila á sjálfsbjargarviðleitni fólks. Heimurinn mun ekki farast þó að þú drepist og heimurinn verður hvorki betri né verri fyrir vikið og mögulega betri þó.

Að fá fólk til að berjast við skrímslið og spila þannig á veikleika mannsins, egóisma, sjálfumgleði og heimsku því ekki er hægt að sigra skrímslið. Þetta er bara frumspekilegt fyrirbæri og verður alltaf þarna útí himingeimnum.

Það eina sem þetta hefur uppá sig er neikvæðni. Þetta býr til neikvæða orku sem gegnumsýrir allt samfélagið og illvættirnir nærast og lifa á þessari orku. Þannig sigrar hið illa mannskepnuna sem tapar fyrir sjálfri sér í sífellu.

Þetta þarf ekki að vera svona, það er alveg hægt að sjá í gegnum þetta allt saman og gera alla hluti allt öðruvísi. Það eina sem skrímslið óttast er að fólk skilji við það. Þannig má segja að maður sigri sjálfan sig því þetta skrímsli skiptir engu máli.

Að eiga sinn sköpunarmátt í friði og skapa eitthvað uppbyggilegt, jákvætt og gott gerir mann sáttari með sjálfan sig.

Það er hin nýja sýn um betri heim sem er mikið áhugaverðari, þar sem allir fá að njóta sín.

En keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Þetta eru sannindi mikil og djúpvitur sem alltof lengi hefur farið fram hjá fólki.

Til að samfélagið nái sér að fullu þarf það að hætta að taka þátt í ofsóknum og ofbeldi gagnvart geðsjúku fólki. Geðsjúkt fólk á að fá að lifa sínu lífi í friði einsog annað fólk. Andleg veikindi eru ekki því að kenna og það getur alveg náð sér að fullu ef það fær tækifæri til þess.

Þetta er það sem frelsarinn meinti þegar hann sagði að hinir fyrstu munu verða hinir síðustu og hinir síðustu fyrstir.

Elítan mun þurfa að iðrast alls þessa ógeðs og viðbjóðs sem er búið að vera í gangi. Og hinir síðustu munu fara að sjá ný tækifæri og fá meiri von um bata. Fólk mun sjá að hinir veiku voru aldrei neitt af því sem er búið að vera að ljúga að okkur. Þetta voru bara fallegar sálir sem þurftu bara hjálp til að ná sér.

Fyrstir verða þeir í þeim skilningi að þeir skilja betur en flestir aðrir að ofbeldi er aldrei og ekki undir neinum kringumstæðum lausn á neinum vanda. Að ást og virðing er það eina sem skiptir máli í mannlegum samskiptum.

Miklir sigrar í geðheilbrigðismálum hafa náðst útum allan heim nema á Íslandi, íslendingar eru bleyður og mannleysur. Í Bandaríkjunum var til alvöru kona sem varð að hálfgerðum verndardýrlingi geðsjúkra um allan heim. Henni sem var annt um geðsjúka og sætti sig ekki við ofbeldið og ógeðið sem þau voru beitt. Hún barðist fyrir því að geðsjúkt fólk fengi að lifa sínu lífi í friði einsog annað fólk og væru ekki gerðir að annars flokks þjóðfélagsþegnum þar sem öll mannréttindi eru tekin af þeim útaf eitthverjum geðþóttaákvörðunum og lygum sem skipta engu máli og hafa ekkert lögmæti.

Íslendingar hefðu gott af því að kynna sér hugmyndir og starf þessarar konu ásamt öðru fólki sem er að vinna í svipuðum anda, þó ekki væri nema bara fyrir eigin sálarheill.

Það er nákvæmlega ekkert eðlilegt við að geðsjúkt fólk sé hundelt, ofsótt og á það ráðist með öllum tiltækum leiðum þar til það brotnar niður svo hægt sé að koma í það lyfjum sem brenglar heilann og skemmir þannig að einstaklingurinn festist og nær ekki að vinna úr veikindunum og ná bata.

Þetta verður að hætta. Við getum ekki lifað einsog mannskepnur allt okkar líf og látið einsog ekkert sé að og að allt sé í lagi.

Baráttan fyrir eðlilegu samfélagi geðsjúkra í heiminum mun skila sér til Íslands.

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=k5ihzpRFmQY

https://en.wikipedia.org/wiki/Judi_Chamberlin

https://www.youtube.com/watch?v=GFZeEZ-4n2M

https://www.jerrymarzinsky.com/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband